News
Bjórhátíð Ölverk 2024
Ölverk brugghús kynnir bjórhátíð sem enginn sannur bjór-, drykkjar- og matarsælkeri ætti að láta framhjá sér fara!
Bjórhátíðin mun fara fram helgina 4. til 5. október í alvöru ylræktar gróðurhúsi sem staðsett er miðsvæðis í Hveragerði en miðasala fer fram inn á tix.is
Sjá staðfesta framleiðendur hér fyrir neðan en þessi listi er ekki tæmandi og mun uppfærast reglulega fram að sjálfri bjórhátíðarhelginni:
- Könglar ( Hallormsstaður )
- Hovdenak Distillery ( Reykjavík )
- Smiðjan brugghús ( Vík )
- Mývatn öl ( Mývatn )
- Malbygg brugghús ( Reykjavík )
- Mjólkursamsalan ( Selfoss/Reykjavík )
- Litla brugghúsið ( Garður )
- Víking brugghús ( Akureyri )
- Ölverk brugghús ( Hveragerði )
- Gæðingur brugghús ( Kópavogur )
- Ægir brugghús ( Reykjavík )
- Grugg & Makk ( Reykjavík )
- Borg brugghús ( Reykjavík )
- Álfur brugghús ( Reykjavík )
- Ólafsson gin ( Reykjavík )
- Kjörís ( Hveragerði )
- RVK Brewing Company ( Reykjavík )
- The Brothers Brewery ( Vestmannaeyjar )
- Agla gosgerð ( Reykjavík )
- Session ( Reykjavík )
- Brennivín ( Reykjavík )
- Ölvisholt brugghús ( Hafnarfirði)
- Öldur Meadery ( Hella )
- Fágun ( Ísland )
- Bjórsetur Íslands ( Hólar í Hjaltadal )
- Lervig Brewery ( Norway )
- Dokkan Brugghús ( Ísafirði )
- Galdur Brugghús ( Hólmavík )
- Foss Distillery ( Kópavogur )
- Bruggsmiðjan Kaldi ( Árskógsandi )
- Oslo brewing ( Norway )
Dagskrá
Föstudagurinn 4. október
17:00 - 20:00 - Bjórhátíðarstemning og smakk frá framleiðendum
20:05 - 20:20 Steinholding keppni bruggarana
20:20 Úlfur Úlfur
21:00 - 00:00 DJ Danni Deluxe
Laugardagurinn 5. október
16:00 - 20:00 - Bjórhátíðarstemning og smakk frá framleiðendum
20:05 Páll Óskar
21:00 - 00:00 FM Belfast (DJ)
----- Aðrar hagnýtar upplýsingar -----
Staðsetning
Ölverk bjórhátíðin fer fram í gömlu, heitu ylræktargróðurhúsi fyrir aftan Ölverk pizza & brugghús, eða nánar tiltekið í Þelamörk 29 - Hveragerði.
Miðaverð
Helgararmband 14.500,-
Föstudagsarmband 8900,- ( takmarkað magn í boði )
Laugardagsarmband 8900,- ( takmarkað magn í boði )
Innifalið í miðaverði
Sérmerkt armband á einstaka bjór,- og tónlistarhátíð, afnot af sérmerktu Ölverk glasi, smakk á vörum frá hinum ýmsu framleiðendum, tækifæri til þess að þess að eiga skemmtilegt samtal við fólkið á bakvið vörumerkin, sérvalin tónlistaratriði og danspartý.
Athugið smakkglösunum skal skila við útgang bjórhátíðarsvæðisins en hægt er að kaupa glasið fyrir 500,-.
Afhending armbanda
Fimmtudaginn 3. október verður á milli 18:00-21:00 hægt að nálgast armbönd gegn framvísun miða / kóða á Ölverk Pizza & Brugghúsi í Hveragerði.
Sjálfa bjórhátíðarhelgina, föstudaginn 4. október og laugardaginn 5. október, mun afhending armbanda fara fram við hátíðarsvæðið eða inn á veitingarstað Ölverk.
Aldurstakmark
20 ára aldurstakmark er á bjórhátíðina ( hafið skilríki meðferðis )
Gisting
Hægt er að skoða úrval gististað hér í Hveragerði inn á heimasíðu Ferðamálasamtaka Hvergerðisbæjar ( https://www.visithveragerdi.is/gisting-1 ) en einnig er að finna aðra gistikosti eins og Airbnb húsnæði, hostel, og sumarbústaði í Hveragerði, Ölfusi sem og á Selfossi.
Samgöngur
Allar upplýsingar um Strætóferðir til og frá Hveragerði er að finna inn á www.straeto.is
Bílastæði
Nóg er af bílastæðum á malarplaninu á móti bjórhátíðarsvæðinu.
Veitingasala
Veitingasala verður á bjórhátíðarsvæðinu alla helgina en einnig verður opið á veitingarstað Ölverk samkvæmt opnunartíma (eldhúsið hættir að við pöntunum kl 21:00).
Nánari upplýsingar
Spurningar og fyrirspurnir sendist á olverk@olverk.is
Ostóber pizzan 2023
Pizza október mánaðarins er samstarfspizza Ölverk & Mjólkursamsölunnar.
Á þessari ljúffengu eldbökuðu 12" pizzu er rjómaostur með karamellíseruðum lauk og sinnepi, Tindur, Búri, hunangsristuð skinka, vorlaukur, sólþurrkaðir tómatar og mulinn pipar.
Our October 2023 pizza is a delicious one!
12" oven-baked pizza with cream cheese blended with caramelised onions and mustard, Tindur, Búri, honey-roasted ham, spring onions, sun-dried tomatoes and crushed black pepper.
3350,-
Ölverk beerfestival 2023
Opnunartími Ölverk páskana 2023
Opnunartími Ölverk páskana 2023
Gleðilega páska!
Basil Gimlet á Ölverk
Nýr kokteill á Ölverk - Basil Gimlet
Nýr kokteil frá Og natura - Vök er nú fáanlegur á kokteil bar Ölverk hér í Hveragerði. Vök er bragðgóður 12% basil gimlet en er það viðbúið að lífið verið aldrei samt aftur hjá þeim sælkerum sem smakka þennan ferska skærgræna kokteil.
Innihald: Wild Gin frá Og natura, basil sýróp, sítrónusafi og ferskt basil.
Athugið að á meðan geðheilsa starfsfólks leyfir þá munum við spila lagið Flower með Moby með hverjum pöntuðum Vök Basil Gimlet.
Attention; life as you know might never be the same after having Vök here at Ölverk in Hveragerði. We are really crushing on this new & fresh Basil Gimlet from Og natura and anticipate that our cocktail bar will be serving a-lot of this new lush green 12% cocktail.
Plot twist: Everytime someone orders this cocktail - we will play Flower with Moby.
Ingredients: Wild Gin from Og natura, basil syrup, lemon juice and fresh basil.
2290,-
Frisbígolf í Hveragerði & Ölverk
Hvað á að gera um helgina?
Við á Ölverk höfum mjög gaman að Frisbee folfi / golfi og finnst okkur fátt skemmtilegra en að prófa nýja velli hér og þar um landið og njóta um leið alls þess sem í boði er í hverju bæjarfélagi fyrir sig.
Langaði okkar með þessum pósti að kynna fyrir ykkur uppskrift að hinum fullkomna eftirmiðdegi í Hveragerði en hér í bænum, nánar tiltekið undir Hamrinum, er frábær 10 brauta frisbí-golfvöllur sem var settur upp sumarið 2020 á Skógræktarsvæðinu af Frisbígolfklúbbi Hveragerðisbæjar.
Fyrsti teigur vallarins er staðsettur neðst í hlíðinni við grillhúsið og hópaaðstöðuna sem þar er að finna.
Það að spila einn hring tekur um 40 til 60 mínútur en frisbígolf er holl og skemmtilega afþreyingu sem hentar öllum aldri og kynjum.
Það er svo fátt betra eftir skemmtilega útivist, og jafnvel sundsprett í Laugarskarði, en að koma með hópnum hingað á Ölverk í áframhaldandi gaman, pizzu og drykki af öllu tagi. Sannarlega geggjaður hópeflisdagur!
Eigið þið ekki frisbídiska? Engar áhyggjur, það er auðvitað hægt er að leigja frisbídiska hér á Ölverk fyrir 500,- stykkið en við erum einnig með til sölu hjá okkur sérstaka diskapakka á 5500,-
Glataður leigudiskur? Ef leigudiskurinn týnist þá þarf að greiða 1000,- gjald, sem rennur til Skógræktarfélags Hveragerðisbæjar #treehungers
Góða skemmtun og velkomin í Hveragerði!
Páskabjórinn 2022
Þetta árið verður páskabjórinn KÁTUR frá Ölverk brugghúsi fáanlegur í 15 verslunum ÁTVR, hjá Bjórlandi og og auðvitað á krana hér á Ölverk í Hveragerði frá og með fimmtudeginum 10.mars!
⭐ Goshverinn Kátur á Hrafntinnuskeri ber nafn sitt vegna þess að hann gýs nánast viðstöðulaust. Þess vegna nefndum við páskabjórinn okkar í höfuðið á honum, enda er hann endalaus uppspretta gleði. Kátur er ljós ,,pastry cream ale", þar sem kakóbaunahýði frá Madagaskar og kókosflögur koma saman og gæða bjórinn ávaxtaríkum súkkulaðikeim. Gleðilega páska! ⭐