March 15, 2022
Páskabjórinn 2022
Þetta árið verður páskabjórinn KÁTUR frá Ölverk brugghúsi fáanlegur í 15 verslunum ÁTVR, hjá Bjórlandi og og auðvitað á krana hér á Ölverk í Hveragerði frá og með fimmtudeginum 10.mars!
⭐ Goshverinn Kátur á Hrafntinnuskeri ber nafn sitt vegna þess að hann gýs nánast viðstöðulaust. Þess vegna nefndum við páskabjórinn okkar í höfuðið á honum, enda er hann endalaus uppspretta gleði. Kátur er ljós ,,pastry cream ale", þar sem kakóbaunahýði frá Madagaskar og kókosflögur koma saman og gæða bjórinn ávaxtaríkum súkkulaðikeim. Gleðilega páska! ⭐