Bjórhátíð Ölverk 2024
Ölverk brugghús kynnir bjórhátíð sem enginn sannur bjór-, drykkjar- og matarsælkeri ætti að láta framhjá sér fara!
Bjórhátíðin mun fara fram helgina 4. til 5. október í alvöru ylræktar gróðurhúsi sem staðsett er miðsvæðis í Hveragerði en miðasala fer fram inn á tix.is
Sjá staðfesta framleiðendur hér fyrir neðan en þessi listi er ekki tæmandi og mun uppfærast reglulega fram að sjálfri bjórhátíðarhelginni:
- Könglar ( Hallormsstaður )
- Hovdenak Distillery ( Reykjavík )
- Smiðjan brugghús ( Vík )
- Mývatn öl ( Mývatn )
- Malbygg brugghús ( Reykjavík )
- Mjólkursamsalan ( Selfoss/Reykjavík )
- Litla brugghúsið ( Garður )
- Víking brugghús ( Akureyri )
- Ölverk brugghús ( Hveragerði )
- Gæðingur brugghús ( Kópavogur )
- Ægir brugghús ( Reykjavík )
- Grugg & Makk ( Reykjavík )
- Borg brugghús ( Reykjavík )
- Álfur brugghús ( Reykjavík )
- Ólafsson gin ( Reykjavík )
- Kjörís ( Hveragerði )
- RVK Brewing Company ( Reykjavík )
- The Brothers Brewery ( Vestmannaeyjar )
- Agla gosgerð ( Reykjavík )
- Session ( Reykjavík )
- Brennivín ( Reykjavík )
- Ölvisholt brugghús ( Hafnarfirði)
- Öldur Meadery ( Hella )
- Fágun ( Ísland )
- Bjórsetur Íslands ( Hólar í Hjaltadal )
- Lervig Brewery ( Norway )
- Dokkan Brugghús ( Ísafirði )
- Galdur Brugghús ( Hólmavík )
- Foss Distillery ( Kópavogur )
- Bruggsmiðjan Kaldi ( Árskógsandi )
- Oslo brewing ( Norway )
Dagskrá
Föstudagurinn 4. október
17:00 - 20:00 - Bjórhátíðarstemning og smakk frá framleiðendum
20:05 - 20:20 Steinholding keppni bruggarana
20:20 Úlfur Úlfur
21:00 - 00:00 DJ Danni Deluxe
Laugardagurinn 5. október
16:00 - 20:00 - Bjórhátíðarstemning og smakk frá framleiðendum
20:05 Páll Óskar
21:00 - 00:00 FM Belfast (DJ)
----- Aðrar hagnýtar upplýsingar -----
Staðsetning
Ölverk bjórhátíðin fer fram í gömlu, heitu ylræktargróðurhúsi fyrir aftan Ölverk pizza & brugghús, eða nánar tiltekið í Þelamörk 29 - Hveragerði.
Miðaverð
Helgararmband 14.500,-
Föstudagsarmband 8900,- ( takmarkað magn í boði )
Laugardagsarmband 8900,- ( takmarkað magn í boði )
Innifalið í miðaverði
Sérmerkt armband á einstaka bjór,- og tónlistarhátíð, afnot af sérmerktu Ölverk glasi, smakk á vörum frá hinum ýmsu framleiðendum, tækifæri til þess að þess að eiga skemmtilegt samtal við fólkið á bakvið vörumerkin, sérvalin tónlistaratriði og danspartý.
Athugið smakkglösunum skal skila við útgang bjórhátíðarsvæðisins en hægt er að kaupa glasið fyrir 500,-.
Afhending armbanda
Fimmtudaginn 3. október verður á milli 18:00-21:00 hægt að nálgast armbönd gegn framvísun miða / kóða á Ölverk Pizza & Brugghúsi í Hveragerði.
Sjálfa bjórhátíðarhelgina, föstudaginn 4. október og laugardaginn 5. október, mun afhending armbanda fara fram við hátíðarsvæðið eða inn á veitingarstað Ölverk.
Aldurstakmark
20 ára aldurstakmark er á bjórhátíðina ( hafið skilríki meðferðis )
Gisting
Hægt er að skoða úrval gististað hér í Hveragerði inn á heimasíðu Ferðamálasamtaka Hvergerðisbæjar ( https://www.visithveragerdi.is/gisting-1 ) en einnig er að finna aðra gistikosti eins og Airbnb húsnæði, hostel, og sumarbústaði í Hveragerði, Ölfusi sem og á Selfossi.
Samgöngur
Allar upplýsingar um Strætóferðir til og frá Hveragerði er að finna inn á www.straeto.is
Bílastæði
Nóg er af bílastæðum á malarplaninu á móti bjórhátíðarsvæðinu.
Veitingasala
Veitingasala verður á bjórhátíðarsvæðinu alla helgina en einnig verður opið á veitingarstað Ölverk samkvæmt opnunartíma (eldhúsið hættir að við pöntunum kl 21:00).
Nánari upplýsingar
Spurningar og fyrirspurnir sendist á olverk@olverk.is